Susie Bannion er bandarískur dansari sem kemur til Berlínar til að sækja um danshlutverk hjá hinu virta dansstúdíói Helenu Markos. Þar heillar hún einn helsta danshöfund heims, Madame Blanc, upp úr skónum og áður en varir er hún orðin aðaldansari stúdíósins. En hér býr meira að baki en sýnist!